Nordens velfærdscenter

Norræn velferðarvakt vakir yfir þeim varnarlausu í efnahagskreppum

Pressemeddelelse   •   Nov 18, 2016 06:00 CET

Það fyrsta sem nýja íslenska ríkisstjórnin gerði í febrúar 2009 var að koma Velferðarvaktinni á.Hún fylgdist með hvernig íslenska þjóðin þjáðist félagslega og fjárhagslega eftir hrunið haustið 2008. Rannsókn sýnir að Ísland kom sterkt út úr hruninu – án þess að bágstaddir urðu fyrir miklum skaða.Einkunnarorðið var að „engan má skilja útundan“. Aðgerðin er til fyrirmyndar fyrir öll Norðurlöndin.Það er að finna í vísindatímaritinu Nordisk Välfärdsforskning sem kemur út í fyrsta skipti í dag.

Nordens välfärdsforskning er vísindatímarit sem Nordens välfärdscenter hefur falið hinu norska Universitetsforlag að gefa út. Tímaritið kemur út tvisvar á ári og fjallar hvert tölublað um ákveðið þema.Rannsóknarframlagið fjallar um norrænar velferðarspurningar og inniheldur óbirtar rannsóknargreinar á sænsku, norsku, dönsku og ensku. Útgáfa að tímaritinu er lofsverð og allar greinarnar eru skoðaðar sem jafningjarýni, sem þýðir að um er að ræða rannsókn sérfræðinga sem tengjast ekki ritstjórninni.

Norðurlöndin fimm, Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð sem og sjálfstjórnarsvæðin Færeyjar, Grænland og Áland saman standa af svæði sem hefur rúmlega 26,5 milljónir einstaklinga.Það sem einkennir okkar sameiginlega svæði er að við höfum byggt upp öflugt velferðarsamfélag.Þetta kemur til með að endurspeglast í nýja vísindatímaritinu.

Þema fyrsta tölublaðsins er ójafnrétti í heilbrigðismálum.Ein greinin „All’s well in Iceland“ fjallar um hvernig Ísland stóð frammi fyrir og tókst á við mikið efnahagslegt hrun.Árangurinn varð að fyrirmynd sem hægt er að nota um öll Norðurlöndin.

Velferðarfyrirmyndin heldur í efnahagshruni

Íslenska reynslan af efnahagshruninu 2008 sýndi greinilega þörfina fyrir því að samfélagið byggi upp og virki upplýsingar um hvernig einstaklingar og fjölskyldur þjáðust í hruninu og að það sé til einhverskonar aðgerð sem er „snemmbær viðvörun“ ef hlutirnir eru að fara úrskeiðis. Velferðarvaktin varð að vettvangi þar sem meðal annars samtök sjálfboðaliða, rannsóknarmenn, sveitarfélög, stjórnvöld og vinnumarkaðurinn tók þátt í. Verkefni velferðarvaktarinnar var að vakta félagslegu og fjárhagslegu afleiðingarnar út frá félagslegum vísbendingum sem komu fram. Vísbendingarnar urðu að mælipunktum og út frá þeim gat Velferðarvaktin metið framlag og virkni.Velferðarvaktin lagði jafnvel fram tillögur um ný framlög fyrir stjórnmálamenn og þeirra sem taka ákvarðanir, og að auki var stöðug umræða með þáverandi íslensku ríkisstjórninni sem og þingið.

Greinin „All’s well in Iceland“ eftir Geir Gunnlaugsson og Jónínu Einarsdóttur sýnir fram á að sjálf samfélagsgerðin sem við á Norðurlöndunum lifum í, velferðarsamfélagið, er í sjálfu sér öryggisþáttur.Þrátt fyrir halla, niðurskurð og hrun gat Ísland viðhaldið grundvallar velferðarstarfi á heilbrigðis- og félagssviði. Á þann háttinn var hægt að verja þá bágstöddustu í samfélaginu.

Atvinnuleysi jókst og íslenska áætlunin gekk út á að krefjast atvinnuleysisbóta fyrir atvinnulausa í lengri tíma og að þeir fengju tækifæri til að mennta sig. Aðaltakmarkið var að atvinnulausir skyldu vera virkir sem stuðlaði að því að hindra framgang neikvæðra afleiðinga á heilsu og langtíma atvinnuleysi. Í dag er atvinnuleysið á sama stigi og fyrir hrun og Ísland lokkar til sín erlent starfsfólk fyrir hinn sífellt stækkandi ferðamannaiðnað.

Rannsókn sýnir að kraftmikið velferðarkerfi, sem var til staðar fyrir efnahagslegt hrun sem og stjórnmálastefna sem hafði það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif fjármálahruns, er það sem ver fólkið fyrir neikvæðum afleiðingum efnahagslegs hruns. Í greininni er gerður samanburður við Grikkland sem lenti í djúpri fjármálakreppu án þess að hafa velferðarkerfi í bakgrunninn. Þar hefur þjóðin orðið fyrir meiri áföllum en á Íslandi og batinn hefur ekki verið eins greinilegur.

Nordens Velfærdscenter, NVC, er en institution under Nordisk Ministerråd