Pressemeddelelse -

Hvaða áhrif hefur drykkja annarra á þig?

Ungt fólk, konur, einhleypir og fólk sem býr í þéttbýli er líklegra til að hljóta skaða af drykkju annarra á Norðurlöndunum. Þetta er meðal þess sem finna má í niðurstöðum H20 Nordic rannsóknarnetsins sem stofnað var til af Norrænu velferðarmiðstöðinni (NVC) árið 2013. Í nýju riti "The ripple effect of alcohol - Consequences beyond the drinker“ útlistum við helstu niðurstöður rannsóknarnetsins og veitum innsýn í hvernig áfengisdrykkja hefur áhrif á okkur sem einstaklinga og á samfélög okkar.

Rannsóknarnetið nýtir rannsóknir um drykkjuvenjur sem gerðar eru í hverju landi fyrir sig og þann skaða sem hlotist hefur af þeim bæði hvað varðar einstaklinga sem svarendur þekkja og einstaklinga sem eru svarendum ókunnugir. Rannsóknirnar náðu til allra Norðurlandanna auk Skotlands.

Skaði af drykkju þess sem viðkomandi þekkir

Samanburður á neikvæðum áhrifum áfengisdrykkju sýndi að meðal einstaklinga sem svarendur þekktu, þar með talið fjölskyldu, vina, fyrrverandi maka eða starfsfélaga, höfðu allt að fjórðungur svarenda skaðast af drykkju annarra.

- Finnsku og íslensku svarendurnir tilkynntu flesta skaða á meðan Skotar tilkynntu fæsta þeirra, segir Nina Karlsson, verkefnisstjóri verkefnisins.

Svarendurnir voru einnig beðnir að áætla alvarleika þeirra skaða sem þeir höfðu orðið fyrir.

- Skosku svarendurnir tilkynntu um alvarlegustu skaðana á meðan Finnarnir og Danirnir ætluðu skaða sem þeir hlutu síður alvarlega. Slíkar niðurstöður vekja spurningar um þolinmæði og áhrif hennar á upplifun fólks af skaðsemi drykkju annarra, segir Nina Karlsson.

Skaði af drykkju ókunnugra

Rannsakendur sem könnuðu skaða af drykkju ókunnugra báru saman fimm undirflokka sem voru: líkamsskaðar, skaðar á fatnaði eða öðrum eigum, dónaskapur, hræðsla við drukkinn einstakling á opinberum stöðum og vera haldið vakandi á nóttunni. Af þessum flokkum bárust flestar tilkynningar um að áfengisdrykkja annarra héldi vöku fyrir fólki á nóttunni en sá flokkur stóð fyrir frá 15 til 33 prósent tilfella. Löndin áttu það sameiginlegt að sjaldnast var tilkynnt um líkamsskaða en tvö til sex prósent tilkynninga voru vegna slíkra skaða.

- Segja má að það að vera haldið vakandi á nóttunni og að hljóta líkamsskaða af hálfu drukkins einstaklings séu sinn hvor endi mælikvarðans um skaða. Líkamlegur skaði er alvarlegur og ætla má að hann sé töluvert sjaldnar tilkynntur en önnur almennari óþægindi af drykkju annarra. Hins vegar virðist það mjög mismunandi milli landa hversu oft báðir flokkar voru tilkynntir. Þetta vekur enn og aftur upp spurningar um næmi og þolinmæði fyrir skaðsemi áfengisdrykkju meðal mismunandi menningarheima og hvernig slíkir þættir hafa áhrif á tilkynningar um skaða sem hlýst af drykkju annarra,“ segir Nina Karlsson.

Í ritinu er einnig að finna bráðabirgðaniðurstöður eigindlegrar rannsóknar þar sem dýpra er kafað í hvernig umburðarlyndi hefur áhrif á reynslu þolenda af skaðsemi sem hlýst af drykkju annarra. Ein af lykilspurningum rannsóknarinnar er hvenær og hvers vegna er vandkvæðum bundið að drekka við ákveðnar félagslegar aðstæður og hvenær á það ekki við. Ritið fjallar einnig um mælingar á fjárhagsskaða og þá eru dregin saman alþjóðleg sjónarmið um skaðsemi af drykkju annarra.

Hægt er að óska eftir prentuðu eintaki af ritinu eða hlaða því ókeypis niður á:

The ripple effect of alcohol - Consequences beyond the drinker


Frekari upplýsingar veitir:Nina Karlsson, verkefnisstjóri í síma +358 (0) 45 872 0270
Tölvupóstur: nina.karlsson(hjá)nordicwelfare.org

Related links

Emner

  • Sundhed, sundhedsvæsen, lægemidler

Kategorier

  • alkohol
  • forskning
  • socialpolitik
  • välfärd
  • narkotika
  • nordisk
  • nordiskt samarbete
  • misbrug

Nordens Velfærdscenter, NVC, er en institution under Nordisk Ministerråd

Kontakt

Judit Hadnagy

Pressekontakt Kommunikationschef/Head of Communication +46 (0)70 605 5681