Pressemeddelelse -

​Norrænt átak í aðlögun flóttamanna

Þótt norrænu ríkin hafi ólíkar skoðanir á því hve mörgum flóttamönnum þau geti tekið á móti þá er þar til staðar ríkur vilji til þess að leita skilvirkra lausna þegar kemur að aðlögun þeirra. Til að bregðast við þessu fól Norræna ráðherranefndin Norrænu velferðarmiðstöðinni og Nordregio að skapa sameiginlegan vettvang þar sem viðkomandi aðilar í öllum ríkjunum geti skipst á skoðunum, deilt reynslu sinni og stutt hvern annan til að ná fram meiri og betri aðlögun.

Þar sem aðlögunin snertir öll svið samfélagsins verður í verkefninu lögð áhersla á upplýsingamiðlun milli allra viðkomandi stofnana, ráðuneyta og frjálsra félagasamtaka. Hugmyndin er að gera embættismönnum, fræðimönnum og þeim, sem vinna að þessum málum, kleift að skiptast á reynslu og læra hver af öðrum.

-Núna er ekki fyrir hendi vettvangur þar sem þeir sem fást við aðlögun í teoríu og praxís geta skipst á reynslu og rannsóknum á aðlögun, félagslegri þátttöku og fjölbreytni. Með þessu átaki viljum við auðvelda samvinnu og þekkingarmiðlun milli landanna segir Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Áhersla á þekkingarmiðlun milli ólíkra sviða

Vinna við þetta er þegar hafin og m.a. hefur Norræna velferðarmiðstöðin tekið saman lista með krækjum á þá aðila, sem að þessum málum koma, svo og komandi ráðstefnur og málþing um aðlögun, hælisleitendur og móttöku flóttamanna. Á árinu 2017 mun Norræna velferðarmiðstöðin skipuleggja fundi, vinnustofur og málþing víðsvegar á Norðurlöndum þar sem hægt verður að skiptast á hugmyndum og reynslu. Einnig kemur til mála að taka saman skýrslur á þeim sviðum þar sem þörf er á ítarlegri greiningu og hagnýtum ráðum.

Norrænn hugmyndabanki 
Í mörgum sveitarfélögum á Norðurlöndum er eftirspurn eftir hugmyndum um skilvirkt skipulag til að auðvelda aðlögun. Til að bregðast við þessu ætlar Norræna velferðarmiðstöðin að koma á fót hugmyndabanka á netinu yfir árangursríkar aðferðir og tól til að efla félagslega þátttöku flóttamanna og nýkominna innflytjenda.

-Við viljum miðla upplýsingum um það sem vel er gert vítt og breitt um Norðurlönd. Það getur t.d. snúist um hvernig hægt sé að koma fólki í vinnu, skilvirkar aðferðir til að bæta námsárangur innflytjenda eða hvernig hægt sé að skapa jákvæða þróun í hverfum þar sem aðskilaður er til staðar segir Ewa Persson Göransson framkvæmdastjóri Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar.

Væntanleg rannsóknaráætlun
Innan ramma norræna aðlögunarverkefnisins mun NordForsk, systurstofnun Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, kortleggja þá þekkingu og þær rannsóknir sem eru til staðar um aðlögun og í framhaldinu setja saman norræna rannsóknaráætlun um málið.

Lesið meira um aðlögunarátak Norrænu ráðherranefndarinnar

Emner

  • Flygtninge-, immigrationsspørgsmål

Nordens Velfærdscenter, NVC, er en institution under Nordisk Ministerråd

Kontakt

Kristin Marklund

Projektledare, Nordiskt integrationssamarbete +46 709 17 06 03

Helena Lagercrantz

Kommunikationsansvarig Nordiskt integrationssamarbete +46 70 254 80 02