Pressemeddelelse -

Reykjavík og Akureyri – fremst á sviði velferðartækni á Íslandi

Norræna ráðherranefndin valdi Reykjavík og Akureyri fyrir margra ára verkefni, sem þau sveitarfélög sem fremst standa í stafrænni tækni fyrir aldraða og fatlaða. Sjálf hugmyndin um velferðartækni er enn ný á Íslandi og hefur stefna varðandi velferðartækni ekki fengið það brautargengi á landinu sem óska mætti.

Velferðartækni stendur á viðkvæmum tímamótum. Sífellt stærri hluti íbúa Norðurlandanna er að eldast og þetta setur sveitarfélögunum þrengri fjárhagslegar skorður en áður við að tryggja íbúum lífsgæði. Norræna velferðarkerfið hefur vakið töluverða athygli á alþjóðavettvangi og tæknilegar lausnir verða sífellt mikilvægri til að ná fram hagkvæmni. Auk þess missa mörg sveitarfélög af dýrmætri þekkingu þegar aðferðir eru ekki teknar upp eftir að verkefnum lýkur. Þetta gerist því miður einnig í verkefnum sem varða velferðartækni.

Hvernig munu sveitarfélög á Norðurlöndunum taka skrefið úr verkefni yfir í nýjung sem nýtist íbúum og starfsfólki í hversdagslífinu? Norræna velferðarstofnunin hefur unnið að þriggja ára verkefni ásamt tíu leiðandi sveitarfélögum á Norðurlöndunum. Niðurstaða þessa verkefnis heitir Connect og er hagnýtur vegvísir í formi handbókar, en handbókinni er ætlað að stuðla að framför á sviði velferðartækni og auka almenna þekkingu á þessu sviði. Niðurstöðurnar verða kynntar í röð vinnustofa næsta vor. Nú er röðin komin aðReykjavík og Akureyri.

Connect-verkefnið hefur leitt í ljós að mikill hagur er af því að Norðurlöndin vinni saman að málefnum sem snúa að velferðartækni, þar sem viðhorf landanna gagnvart nýsköpun hjá hinu opinbera eru áþekk. Samtímis getum við lært margt hvort af öðru varðandi skipulag, starfsfólk og notkun á búnaði.

Í handbókinni er að finna níu atriði sem sveitarfélögin telja að önnur sveitarfélög geti lært af til að ná meiri árangri í verkefnum sínum og auka líkurnar á að þau nái að uppfylla kröfur framtíðarinnar um velferðartækni. Vegvísirinn tekur til alls frá stefnumótun til eftirfylgni og leggur áherslu á hvernig þessir hlutir geta nýst í annars konar verkefnum.

Connect er styrkt af verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, “Sjálfbær norræn velferð“.

Nánari upplýsingar: Connect

Hvenær: 26. maí
Hvar: Akureyri

Hvenær: 13:00 – 16:00 þann 29. maí
Hvar: Norræna húsið, Reykjavík

Tengiliður:

Dennis C. Søndergård
Yfirráðgjafi, velferðartækni

+46 76 000 35 45 dennis.soendergaard@nordicwelfare.org

Emner

  • Sundhed, sundhedsvæsen, lægemidler

Kategorier

  • socialpolitik
  • välfärd
  • nordiskt samarbete
  • den nordiska välfärdsmodellen
  • arbeid
  • handicap

Nordens velfærdscenter (NVC) er en institution under Nordisk Ministerråd.

Kontakt

Judit Hadnagy

Pressekontakt Kommunikationschef/Head of Communication +46 (0)70 605 5681