Pressemeddelelse -

Félagsleg einangrun unglinga í brennidepli

Umtalsverður hluti ungmenna á Norðurlöndum eiga á hættu að lenda í langvinnri einangrun frá menntun og vinnumarkaði. Vísindalegar rannsóknir sýna að félagsleg aðstoð við þessa hópa ætti heldur að vera aðlög að hverjum einstaklingi fyrir sig en vera gerð alment fyrir fólk á unglingsaldri.

Í seinasta hefti tímaritsins Nordisk Välfärdsforskning/Nordic Welfare Research eru unglingar sem eiga á hættu að lenda í langvarandi eða viðvarandi einangrun í brennidepli. Staða ungs fólks á Norðurlöndum í dag markast af hröðum breytingum. Flestir alast upp í allt öðrum fjáhagslegum, menningarlegum og félagslegum kringumstæðum en kynslóð foreldra þeirra.

Álag á velferðarkerfið

Margt virkar vel fyrir meirihluta unglinga sem alast upp í einhverju af Norðurlöndunum. Unglingar og ungfullorðnir (13-29 ára) eru um það bil 5,5 milljónir á Norðurlöndunum. Af þessum fjölda eiga þó sex til 12 prósent á hættu að lenda í einangrun – annað hvort í sambandi við menntun eða vinnu. Þetta er að sjálfsögðu allvarlegt fyrir einstaklingana sjálfa – en verður einnig mikið álag á velferðarkerfinu.

Meðal ungra með geðræn vandamál fjölgar þeim sem eru á örorkubótum. Staðan er svipuð í ríkjum Norðurlandanna, þótt ástandið sé nokkuð misjafnt. Staðan á Norðurlöndunum er samt ekki sérstök fyrir þetta svæði – hún er í samræmi við þróunina á heimsvísu, og er sérstaklega áberandi í hálaunalöndum.

Unglingar, félagsleg þátttaka og einangrun

I áðunefndu eintaki af Nordisk Välfärdsforskning/Nordic Welfare Research er þemað unglingar, félagleg þátttaka og einangrun. Tvær danskar greinar fjalla meðal annars um spurningar varðandi kyn, uppruna og breytingar á sjálfsímynd. Önnur fjallar um stúlkur og vináttu þeirra og hin um stráka og afstöðu þeirra til að fást við bílaviðgerðir.

Þriðja greinin fjallar um aðgengi að skólahjúkrun í Færeyjum, á Íslandi og í Noregi og hvernig gengur að hjálpa unglingum þegar ólíkum aðilum tekst að vinna saman í staðinn fyrir að vera fastir í sínum eigin rútínum. Fjórða greinin í tímaritinu fjallar um unga í Finnlandi sem lifa í einangrun. Þrátt fyrir að þau hafi enga fótfestu á vinnumarkaði eða menntun finnst þeim þau bera ábyrgð á stöðu sinni. Það leiðir til þess að þau finna fyrir sektarkennd og skömm og kenna sjálfum sér um að þau „tilheyri ekki”. Mörg þeirra þjást af geðrænum vandamálum.

Related links

Emner

  • Sociale spørgsmål, generelt

Kategorier

  • den nordiska välfärdsmodellen
  • nordiskt samarbete
  • välfärd
  • socialpolitik
  • forskning
  • ungas utsatthet

Nordens velfærdscenter er en institution under Nordisk Ministerråd.

Kontakt

Judit Hadnagy

Pressekontakt Kommunikationschef/Head of Communication +46 (0)70 605 5681