Skip to content
Einstakt safn Freys Jóhannessonar af íslenskum peningaseðlum verður á uppboði í beinni útsendingu hjá Bruun Rasmussen 7. nóvember
Einstakt safn Freys Jóhannessonar af íslenskum peningaseðlum verður á uppboði í beinni útsendingu hjá Bruun Rasmussen 7. nóvember

Press release -

Einstakt einkasafn íslenskra peningaseðla á uppboði

Besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst er nú sett á uppboð hjá Bruun Rasmussen þegar uppboðshúsið heldur sitt fyrsta uppboð í beinni útsendingu 7. nóvember í nýju aðsetri sínu í Lyngby.

Þann 7. nóvember verður einstakt safn íslenskra peningaseðla sett á uppboð hjá Bruun Rasmussen. Safnið var stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 stækkaði og fínpússaði það.

„Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen.

Freyr Jóhannesson er fæddur 1941 og keypti fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann var skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hefur myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins varð Freyr einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hefur æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni.

„Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ segir sonur Freys, verðlaunarithöfundurinn og ljóðskáldið Sindri Freysson.

Á uppboði Bruun Rasmussen verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960.

„Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher.

Einstakt safn Freys Jóhannessonar af íslenskum peningaseðlum verður á uppboði í beinni útsendingu hjá Bruun Rasmussen 7. nóvember frá kl. 16 á Nørgaardsvej 3 í Lyngby.

Nánari upplýsingar um hið einstaka íslenska safn má nálgast hér.

Sjá alla uppboðshluti úr safni Freys Jóhannessonar hér.

Topics

Categories


"Going once, going twice. Sold to the lady in the front row". For more than 75 years, the auction house Bruun Rasmussen has sold art, antiques, design, jewellery, wristwatches and collector’s items such as wine, books, coins and stamps. After having been family-owned through three generations, we were bought in 2022 by the English auction house Bonhams, which was founded in England in 1793 and is today one of the world's leading auction houses. We are now part of an international network with a global reach, and we present and sell art where it makes the most sense in relation to potential buyers. This also means that through the network we offer more than 60 categories of items at our auctions.

Contacts

  • 50 Krónur ND (1907), no. 09005, Hannes Hafstein : Björn Sigurdsson, Sieg 11, Pick 6a, so far only two specimens without punch holes known in private ownership. – stor
    50 Krónur ND (1907), no. 09005, Hannes Hafstein : Björn Sigurdsson, Sieg 11, Pick 6a, so far only two specimens without punch holes known in private ownership. – stor
    License:
    Media Use
    File format:
    .jpg
    Size:
    1280 x 819, 497 KB
    Download