Skip to content
Sérfræðingar frá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu heimsækja Ísland 19-21. júní.
Sérfræðingar frá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu heimsækja Ísland 19-21. júní.

Press release -

Liggur þú á gulli? Sérfræðingar frá Bruun Rasmussen-uppboðshúsinu heimsækja Ísland

Átt þú í þínum fórum listmuni, hönnunarmuni, skartgripi, armbandsúr, myntir eða frímerki sem þurfa að komast til nýrra eigenda? 19.-21. júní getur þú látið meta hlutina þína hjá sérfræðingum Bruun Rasmussen-uppboðshússins þegar þeir verða á Íslandi.

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvers virði hlutirnir þínir eru? Þú getur brátt fengið svör við spurningum þínum því sérfræðingar frá Bruun Rasmussen eru á leiðinni til Íslands og eru tilbúnir að meta listmuni, listahandverk, hönnunarmuni, armbandsúr, skartgripi, silfurmuni, myntir og frímerki.

Staðsetning fyrir mat á hlutum: Norræna húsið, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík, miðvikudaginn 19. júní kl. 16-19.

Staðsetning fyrir mat á hlutum: Setberg, Strandgötu 12, 600 Akureyri, fimmtudaginn 20. júní kl. 13-15.

Dagana 20.-21. júní meta sérfræðingar Bruun Rasmussen einnig hluti í heimahúsum, m.a. í Reykjavík og á Akureyri og á nærliggjandi svæðum.

Mikil eftirspurn hjá kaupendum

Nú er mikil eftirspurn hjá kaupendum Bruun Rasmussen og því er heimsóknin tilvalið tækifæri til að taka til í geymslunum og íhuga hvort þú eigir að senda hlutina þína á uppboð.

„Einmitt nú er m.a. mikil eftirspurn eftir bæði dönskum og alþjóðlegum hönnunarhúsgögnum, Salto-keramikvörum, eldri PH-lömpum, CoBrA- og samtímalist. Verk norrænna listamanna eins og Jóhannesar S. Kjarval, Ásgríms Jónssonar, Jóns Stefánssonar, Kristínar Jónsdóttur, Þorvalds Skúlasonar, Nínu Tryggvadóttur, Guðmundar Guðmundssonar, Gunnlaugs Blöndal og Ólafs Elíassonar eru ennþá mikils metin.Við hlökkum því mikið til að heimsækja Ísland og vonumst til að sjá marga fallega og spennandi gripi,“ segir Peter Beck, yfirmaður matsdeildar hjá Bruun Rasmussen.

Sem hluti af hnattrænu neti Bonhams á Bruun Rasmussen stóran alþjóðlegan kaupendahóp og heldur vikulega uppboð á netinu ásamt fjórum árlegum hefðbundnum uppboðum í Lyngby, norður af Kaupmannahöfn þar sem mjög sérstakir hlutir fara undir hamarinn. Hver veit – ef til vill er áhugasamur kaupandi að leita einmitt að þínum hlut?

Matið er þér að kostnaðarlausu. Við afhendingu sér uppboðshúsið um endurgjaldslausan flutning til Danmerkur.

Nánari upplýsingar fást með því að hafa samband við:

Peter Beck (list og hönnun): +45 8818 1186 · pb@bruun-rasmussen.dk

Kristine Toftgaard Tanderup (silfurmunir, úr og skartgripir): +45 8818 1237 · ktt@bruun-rasmussen.dk

Michael Märcher (myntir): +45 88181202 · mm@bruun-rasmussen.dk

Torben Ringtved (frímerki): +45 8818 1225 · tr@bruun-rasmussen.dk

Topics

Categories


"Going once, going twice. Sold to the lady in the front row". For more than 75 years, the auction house Bruun Rasmussen has sold art, antiques, design, jewellery, wristwatches and collector’s items such as wine, books, coins and stamps. After having been family-owned through three generations, we were bought in 2022 by the English auction house Bonhams, which was founded in England in 1793 and is today one of the world's leading auction houses. We are now part of an international network with a global reach, and we present and sell art where it makes the most sense in relation to potential buyers. This also means that through the network we offer more than 60 categories of items at our auctions.

Contacts