Skip to content
Brynjar Sigurðarson er tilnefndur fyrir hönd Íslands til Nova-verðlaunanna – hönnuður ársins á Norðurlöndunum

Press release -

Brynjar Sigurðarson er tilnefndur fyrir hönd Íslands til Nova-verðlaunanna – hönnuður ársins á Norðurlöndunum

Hinn 13. ágúst mun Formex, helsti vettvangur Norðurlandanna fyrir nýjar vörur, strauma, þekkingu og innblástur í innanhússhönnun, veita Nova-hönnunarverðlaunin – hönnuður ársins á Norðurlöndunum. Verðlaunin verða afhent ungum hönnuði sem starfar á Norðurlöndunum og valinn hefur verið af dómnefnd sérfræðinga. Brynjar Sigurðarson hefur verið tilnefndur fyrir Íslands hönd.

Ástæða: Brynjar Sigurðarson er tilnefndur til Nova-verðlaunanna 2014 fyrir spennandi túlkun sína á íslenskum þjóðsagnaarfi, sem vakið hefur verðskuldaða athygli út fyrir landsteinana. Ferð hans um íslenskt handverk og íslenska menningu afhjúpar áhugavert samband á milli handverkshefða á ólíkum svæðum í heiminum. Hönnun hans kemur á óvart og er áhugaverð.

Brynjar Sigurðarson hefur búið og unnið í Lausanne í næstum fimm ár og flytur nú í sumar til Berlínar þar sem hann mun setja upp litla vinnustofu með kærustu sinni.

Geturðu lýst hönnuninni þinni?
Ég reyni að vinna og nálgast viðfangsefnið sem ég vinn með í það og það skiptið af heiðarleika, hvort sem um er að ræða efni, upplifun eða fyrirtæki. Oft reyni ég að kalla fram eitthvað náttúrulegt og/eða óvænt úr tilteknum efnum og aðferðum, til dæmis að gera nákvæmar eftirlíkingar af steinum úr postulíni, sem unnið er úr steini.

Hvernig vinnurðu?
Fyrst og fremst kann ég vel við að vinna með aðstæður, að fara eitthvað og vera hluti af einhverju, og vinna svo út frá því. Silent Village Collection (safn um þögult þorp) er til dæmis að öllu leyti tilkomið vegna eins mánaðar dvalar minnar í litlu sjávarþorpi á Norðausturlandi. Ég tek mikið af myndum og nota þær mikið við vinnu mína. Svo vinn ég mikið í vinnustofunni við teikningu, í tölvunni og einnig við líkön í raunstærð. Mér finnst mikilvægt að halda ákveðnu flæði á milli miðla sem ég nýti, til dæmis tónlistarsköpunar, teikningar, myndatöku og hönnunar. Ég tel að allt þetta efli mig sem hönnuð og skapara.

Innblástur?
Umhverfi mitt. Hvort heldur er þéttbýli eða dreifbýli, mismunandi aðstæður eða þættir sem finnast í borgum. Dýr veita innblástur. Virkt og drífandi fólk veitir mjög mikinn innblástur.

Hvaða merkingu hefur Nova-tilnefningin fyrir þig?
Ég er enn að reyna að átta mig á því, held ég. En þetta er mikill heiður og fyrir hann er ég þakklátur. Þakklátur því fólki sem hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag. Auk þess er frábært að fá svona viðurkenningu frá Skandinavíu þar sem ég bý í Sviss og hef unnið mikið í Frakklandi og á Spáni.

Nafn: Brynjar Sigurðarson
Aldur: 27
Menntun: Með Bachelor-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og Master-gráðu í vöruhönnun frá ECAL í Lausanne.
Ágrip af fyrri sýningum og verðlaunum:
2013 The Silent Village Collection, Galerie Kreo, París, Frakklandi
2012 Stones and bones with villa Noailles, Paris Designers Days, Frakklandi
2014 Sticks, We*Do Gallery, Bangkok, Taílandi
2012 Prik – Sticks, Spark Design Space, Reykjavík, Íslandi
2013 Reykjavik Grapevine, Design and Culture Prize, viðurkenning fyrir sýninguna Prik í Spark Design Space, Íslandi
2011 Grand Prix, Design Parade 6, Villa Noailles, Hyeres, Frakklandi
http://biano.is/

Aðrir sem tilnefndir eru: Line Depping, Danmörku; Iina Vuorivirta, Finnlandi; Vera & Kyte, Noregi og Hanna Dalrot, Svíþjóð.

Á meðal þeirra sem hlotið hafa Formex Nova-hönnunarverðlaunin eru Hanna Hedman og Simon Klenell frá Svíþjóð árið 2011, Mari Isopahkala frá Finnlandi árið 2012 og Mattias Stenberg frá Svíþjóð árið 2013.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.formex.se eða með því að hafa samband við:
Christina Olsson,+46 8 749 44 28, christina.olsson@stockholmsmassan.se,
Lotta Signeul, +46 8 749 43 36, lotta.signeul@stockholmsmassan.se


Formex er skipulagt af Stockholmsmässan og er haldið tvisvar á ári. Formex er helsti vettvangur Norðurlandanna fyrir nýjar vörur, viðskiptatækifæri, strauma, þekkingu og innblástur í innanhússhönnunargeiranum. Formex sækja 850 sýningaraðilar, 24.000 gestir og 950 fulltrúar.

Topics

Categories


Stockholmsmässan is one of the world's leading and most flexible organisers of meetings. We offer the perfect meeting place for everything from international summits to broad public fairs. Together with exhibitors and organisers we create well-organised meetings which offer the visitor inspiration, knowledge and business opportunities. As the leading organiser in the Baltic Sea Region, we organise some 60 industry-leading exhibitions as well as around 100 national and international congresses, conferences and events anually. Every year we welcome 10,000 exhibitors, 1.5 million visitors and more than 8,000 journalists from all over the world.

Contacts

Ronja Nyström

Ronja Nyström

Press contact Press & PR Manager +46 (0)70 789 42 86

The largest meeting place in the Nordic region

World-class meetings
Inspiration and information, business opportunities and new friends. Stockholmsmässan is the largest meeting place in Scandinavia hosting around 70 leading exhibitions and hundreds of national and international congresses, conferences and corporate events every year.
Love to meet you!

Stockholmsmässan
Mässvägen 1
125 80 Stockholm
Sweden
Visit our other newsrooms